Orlofshús

Hvassaland 10

Um eignina

Byggingaraðili

SS Byggir ehf er aðalverktaki við byggingu hússins. SS Byggir ehf. hefur starfað í byggingariðnaði síðan 1978 og hafa verkefni fyrirtækisins verið margvísleg. Einnig koma að bygginga hússins fjöldi undirverktaka. 

Byggingarstjóri

Byggingastjóri hússins er SS Byggir ehf, kt.620687-2519.

Hönnuðir  

Hönnun aðaluppdrátta er í höndum Kollgátu ehf. Hönnun burðarþols og lagna er í höndum Verkhofs ehf og hönnun raflagna er unnin af Ljósgjafanum ehf.

Innra skipulag

Húsin eru um 108,6m2, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús m/snyrtingu, rúmgott alrými (stofa/eldhús), forstofa og pottrými. Í húsinu er upphituð geymsla, kjörin fyrir skíði eða annan viðlegubúnað. Pottrýmið er útbúið svalahurð út á rúmgóðan sólpall.

Burðarvirki

Burðarveggir hússins eru úr gegnheilum timbureiningum.

Frágangur innanhúss

Útveggir: Eru með viðaráferð og afhendist húsið með ómeðhöndluðum veggjum (natur-áferð).

Innveggir: Milliveggir í húsinu eru allir úr gegnheilum timbureiningum með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð).

Loft: Loft eru með ómeðhöndlaðri viðaráferð (natur-áferð) nema loft í forstofu og baðherbergi, þau eru plötuklædd.

Gólf: Gólf eru steypt og flísalögð. Hitalagnir eru í staðsteyptri plötu.

Lagnir: Hitalagnir eru í gólfi orlofshúss. Neysluvatnslagnir eru lagðar skv. verkfræðiteikningum, rör í rör. Snjóbræðslulagnir eru í pöllum og stéttum. Snjóbræðslu er stýrt í gegnum lokað kerfi í inntaksrými.

Rafmagn: Raflagnir eru fullfrágengnar, ljósakúplar eru á baðherbergjum, geymslu og í pottrými. Önnur ljós fylgja ekki. Útiljós við inngang er frágengið. Uppsettur reykskynjari er í hverju svefnherbergi og í alrými.

Baðherbergi: Veggir á baðherbergi eru dúklagðir eða plötuklæddir inn í sturturými upp í 2m hæð, aðrir veggir eru ómeðhöndlaðir. WC eru innbyggt. Sturtugólf er einhalla og aðskilið með a.m.k. 90 cm glerhurðum. Innréttingar samkv. teikningum.

Forstofa: Forstofa er rúmgóð og útbúin snögum.

Pottrými: Heitur pottur er í sérstöku pottrými sem skal vera læsanlegt. Veggir eru dúklagðir eða plötuklæddir að hluta. Þvottahús: Í þvottahúsi er innrétting og gert ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Tækin fylgja ekki. Þar er vegghengt WC og í innréttingu er lítil handlaug og handlaugartæki.

Geymsla: Í geymslu eru inntök húss og loftskiptibúnaður. Gólf er flísalagt. Innréttingar og skápar: Innréttingar úr harðplasti eru í eldhúsi og á baðherbergjum. Opnir skápar eru í svefnherbergjum. Harðplast er á borðplötum. Með eldhúsinnréttingu fylgir bakarofn og keramik helluborð af viðurkenndri gerð. Gert er ráð fyrir uppþvottavél en hún fylgir ekki. Allar innréttingar eru frá TAK innréttingum. Hurðir: Innihurðir eru með harðplast áferð, íslensk framleiðsla frá TAK innréttingum. Handföng eru með stáláferð.

Hreinlætistæki: Öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð og koma þar sem teikningar sýna. Í baðherbergi er sturta. Hitastillir er á blöndunartækjum. Blöndunartæki í eldhúsi og handlaugartæki eru svo kölluð „einnar-handa“ tæki. Eldhúsvaski er einfaldur og djúpur.

Frágangur utanhúss

Útveggir: Veggirnir eru einangraðir að utan með 100mm steinullareinangrun (150kg/m3) sem er skrúfuð í einingarnar í gegnum 21x70mm, lóðréttan krossviðsrenning c/c600mm. Öndunardúker kemur utan á einangrunina samkv. teikningum arkitekta. Á renningana festist loks 4mm slétt plötuklæðning (Alucobond).

Gluggar og hurðir: Gluggar og hurðir verði ýmist ál-timbur, timbur eða álkerfi.

Þakgerð: Þakplata er úr gegnheilum 16cm timbureiningum. Þakhalli er þannig að þakið hallar horn í horn með hæsta punkt yfir stofu en lægsta yfir geymslu. Ofan á þakplötu er bræddur pappi, svo 180mm harðpressuð steinullareinangrun og loks tvö lög af þakpappa af viðurkenndri gerð.

Sólpallar og stéttar: Sólpallur er steyptur með snjóbræðslu. Stétt er steypt og útbúin snjóbræðslu. Skjólveggir eru úr forsteyptum einingum.

Lóðir

Lóðir eru jafnaðar og í þær sáð grasfræi. Stígur frá bílastæði að inngangsstétt er malarborinn. Ath. sérstakar kvaðir eru í lóðaleigusamningi um gróðursetningu á svæðinu. Einnig eru kvaðir á lóðunum um lagnir og búnað frá veitufyrirtækinu Norðurorku.

Loftræsing

Loftræstisamstæða með varmaendurvinnslu er í húsinu og er hún staðsett í útigeymslu. Útsog er tekið á fimm stöðum; á snyrtingu, geymslu, þvottahúsi, eldhúsi og pottarými. Innloftsstútar eru í alrými og svefnherbergjum.

Kamína

Möguleiki er að koma fyrir kamínu í orlofshúsunum og er það í höndum kaupenda að ákveða hvort sá möguleiki er virkjaður. Reykrör frá kamínu verði 150 mm málmrör, efnisþykkt 2mm, einangrað með 50mm steinullareinangrun 100kg/m3 án bindiefna sem ofin er í vírnet og loks 0.8mm ryðfrítt stál. Fjarlægð milli ytra byrðis reykháfs og brennanlegs efnis í vegg og þakvirki skal vera a.m.k 50mm, þar sem ytra byrðið er einangrað á fullnægjandi hátt. Gengið verði frá röri utan á þakkanti með sérsmíðaðri einingu með klæðningu í flokki A.

 

 

Eldvarnir

Hvert hús er sjálfstætt brunahólf. Handslökkvitæki er staðsett í samráði við eldvarnareftirlit. Læstur lyfjaskápur er í húsinu. Reykskynjarar eru í húsinu. Vatn til slökkvistarfa er útvegað af Norðurorku í brunahönum sem staðsettir eru á þremur stöðum við götur 3. áfanga deiliskipulags Hálanda.

Bílastæði: Við húsið eru tvö malbikuð bílastæði, alls um 35m2.

Sorp

Sorpgeymsla er miðlæg fyrir öll húsin í opnu skýli. Fjöldi tunna/gáma skal vera í samráði við byggingaryfirvöld Akureyrarbæjar.

108fm2

Fylgihlutir

  • Pallur
  • Nýbygging
  • Geymsla