
Davíðshagi 4
Glæsilegt og vandað fjölbýlishús . Húsið er fimm hæða, auk kjallara að hluta með samtals 30 íbúðum.
1 - 4ra herbergja íbúðir. Fullfrágengnar. Tilbúnar til afhendingar.

Innréttingar
Innréttingar og innihurðir eru smíðaðar af fagmenntuð starfsfólki Tak- innréttinga og hannaðar eftir teikningum arkiteka. Yfirborð allra innréttinga er úr harðplasti, ýmist með viðaráferð eða hvítt.

Loftræsting
Sérstakur vélrænn loftskiptibúnaður með tilheyrandi loftræsilögnum tilheyrir hverri íbúð þar sem ferskt loft er hitað upp með útkastslofti. Rekstrakostnaður íbúða lækkar verulega og einnig minnkar ryk innan íbúðar verulega með tilkomu þessa kerfis og heilnæmi andrúmslofts íbúðar eykst.

Gluggar og hurðir
Allir gluggar eru timbur-álgluggar. Gluggar og hurðir eru settir í eftir á. Gluggarnir eru smíðaðir úr furu en að utanverðu eru þeir klæddir áli. Timburhurðir eru í húsinu en svalahurðir eru rennanlegar úr áli. Tvöfalt verksmiðjugler frá viðurkenndum framleiðanda verður í húsinu og flyst ábyrgð þess áfram til kaupenda.

Svalir
Svalagólf steypt. Handrið er gert úr stálprófílum. Prófílarnir eru klæddir alucobond-klæðningu. Hönnun handriðs og svala er með þeim hætti að auðvelt er að koma fyrir svalalokun í framtíðinni.

Lóð
Stéttar við aðalinngang eru steyptar og malbikaðar með hitalögnum að hluta skv. teikningu. Lóð er þökulögð í samræmi við fyrirliggjandi lóðarteikningar og bílaplön malbikuð. Engar girðingar fylgja og enginn annar gróður en að ofan greinir fylgir eigninni.

Nánari lýsing:
Loftskiptikerfi – nýjung á markaði.
Sjálfstætt loftskiptikerfi er í öllum íbúðum
Mikið er lagt upp úr góðri hljóðvist íbúða.
Hljóðplötur í loftum íbúða og hljóðdempandi vínil-parket er á gólfum íbúða
Sérsmíðaðar TAK-innréttingar og innihurðir eru í öllum íbúðum
Sér geymsla í kjallara fylgir öllum íbúðum
Stæði í bílageymslu fylgir 20 af íbúðum í húsinu
Svalahandrið eru hönnuð með svalalokun í huga
Húsið er einangrað að utan og klætt með viðhaldslitlum klæðningum
Ál-tré gluggar eru í húsinu
Snjóbræðslukerfi er lagt í gangstétt framan við öll húsin á byggingareitnum
Yfirbyggt leikskýli fyrir leiktæki og sparkvöll verður á sameiginlegri baklóð húsanna fimm á byggingareitnum
Ítarleg handbók fylgir öllum íbúðum