Hálönd - orlofsbyggð

  • Verkkaupi: Orlofshús til sölu á frjálsum markaði
  • Arkitekt: Kollgáta - Akureyri
  • Byggingartími: 2012 - 2018

 

Orlofshúsin í Hálöndum eru á einni hæð, 106m2 að stærð, staðsteypt, einangruð að utan og klædd liggjandi báruklæðningu. 
Þak húsanna er einhalla. Í húsunum eru þrjú svefnherbergi með gistimöguleika fyrir 8 manns.
Í alrými húsanna er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa. 
Tvær snyrtingar eru í hverju húsi, önnur hluti af baðaðstöðu sem tengist pottrými hússins en hin deilir rými með þvottaherbergi inn af inngangi húsanna.
Pottrýmið er inni í húsunum en með beinu aðgengi út á suðurverönd í gegnum aðra af tveimur svalahurðum húsanna. 
Við veröndina er steinsteypt skjólgirðing og heim að húsunum er steinsteypt stétt, útbúin snjóbræðslukerfi. 
Stór geymsla með sérinngangi er í húsunum en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað.
Bæði er hægt að kaupa og leiga orlofshús í Hálöndum.
Félagið Hálönd ehf. tekur að sér að endurleiga orlofshús í Hálöndum í gegnum bókunarkerfi á vefnum.
Þannig geta eigendur húsa valið að leigja út hús sín hluta úr ári (eða alveg) og skapað sér með þeim hætti tekjur af fjárfestingunni.
Í nágrenni Hálanda er hið rómaða skíðasvæði í Hlíðarfjalli sem með tilkomu snjógerðarvéla, getur í flestu árferði boðið upp á opnun í 5 – 6 mánuði yfir vetrartímann.
Í nágrenninu eru einnig margir aðrir möguleikar til útvistar og afþreyingar sem fræðast má um á heimasíðunni.