Image

Hálönd - orlofsbyggð

Verkkaupi: Orlofshús til sölu á frjálsum markaði
Aðalhönnuður: 2012-2021 Kollgáta. Frá 2022: Haraldur Árnason
Framkvæmdir hófust: 2012

Orlofshús (byggt eftir árið 2022) í Hálöndum er á einni hæð, 116m22 að stærð. Burðarvirki er úr gegnheilu timbri (CLT). Flestir innveggir eru timbur áferð. Gólf eru flísalögð. Að utan eru húsið klætt með sléttri álklæðningu (Alucobond). Þak er einhalla. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi. Í alrými er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa. Tvær snyrtingar með sturtu eru í hverju húsi. Veggir baðherbergja eru plötuklæddir með Fibo-Trespo plötum. Í eldhúsinnréttingu er  bakarofn og keramik helluborð með innbyggðri viftu.

Varmaskiptir er á neysluvatni. Loftræsisamstæða með varmaendurvinnslu er í húsinu, staðsett í útigeymslu. Gluggar og hurðir eru ýmist ál-timbur, timbur eða álkerfi. Stétt og verönd eru tengd lokuðu snjóbræðslukerfi.  Við verönd er steinsteypt skjólgirðing. Á verönd er tengdur heitur pottur með loki. Stór geymsla með sérinngangi er í húsinu en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað.