Iðnaðarhúsnæði

Njarðarnes 12 - 201

Um eignina

Húsið er á tveimur hæðum með geymsluhillum á 2. hæð - húsinu er skipt upp í 2 brunasamstæður þ.e 1. og 2. hæð með REI90 steinsteyptri plötu þar á milli.
Húsið er hannað samkv. algildri hönnun með þeim frávikum að hægt sé að gera breytingar án mikils tilkostnaður ef að hreyfihamlaður einstaklingur starfar eða kaupir í húsinu. Allar snyrtingar eru hannaðar fyrir hreyfihamlaða nema á 1. hæð þ.e í rýmum 0102-0103-0104-0105-0106-0107-0108 en umhverfis þær snyrtingar koma þil sem eru úr plasthúðuðum spónaplötum sem hægt er að taka niður og færa (sjá sérteikningu með breytingu á snyrtingu fyrir hreyfihamlaðan). Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða á lóðinni og öll umferð um útisvæðið og inn í rýmin henti þeim. Bílastæðin eru 2 á efri hluta lóðarinnar en 1 á neðri hluta hennar.
Á 1. hæð eru 9 sérrými þ.e 7 sérrými fyrir geymslur og eitt sérrými fyrir geymslu og sameiginlegt tæknirými (inntaksherbergi) fyrir allt húsið.
Á 2. hæð eru 3 sérrými fyrir geymslur/iðnað (ófyrirséð) en nýjum teikningum verður skilað inn til samþykktar þegar ljóst verður hvaða starfssemi fer inn í þau.
Burðarvirki hússins á 1. hæð eru steinsteyptar undirstöður/gólf/veggir en loftaplata er steinsteypt (filegranplötur/holplötur með ásteypu) og er gert ráð fyrir allt að 800kg/m2 notálagi á milliplötuna (gólf 2. hæðar). Gólf eru vélpússuð á 1. hæð en stálstrokinn og rykbundin á 2. hæð. Burðarkerfi hússins á 2. hæð er steinsteyptir veggir/súlur ásamt límtrésbitum í þaki og berandi samlokueiningum.
Að utan eru útveggir klæddir með 50mm PIR samlokueiningum (micro áferð að utan) er skrúfast utan á steypta veggi.
Utan á vegg 1. hæðar sem jarðvegur kemur að er einangrað með 100mm harðpressaðri steinull og takkadúk (drenlögn kemur að vegg) - efst við plötuskil eru notaðar álplötur til lokunar.
Þak er klætt með 160/45 (trapiza) steinullar samlokueiningum - einingarnar festast á límtrésbita.
Litur á þakeiningum að utan er Ral 7035 (grátt) en að innan Ral 9010 (hvítt) - áferð að innan er panel.
Litur á veggjaeiningum að utan Ral 9002 (ljósgrátt) - áferð er micro.
Gluggar og inngangshurðir eru úr timbri/ál - litur á timbri er 9010 (hvítt en á álflasningum er liturinn 7035).
Innkeyrsluhurðir eru úr áli (Ral 9010 hvítt) með PIR einangrun og eru þær rafknúnar - staðsetning á útbúnaði ásamt handfangi fyrir losun á hurð þannig að hún verði léttopnanleg er merkt * á grunnmynd (gildir aðeins fyrir 1. hæð) - reiknað er með að hægt sé að nýta hurðir sem björgunarleið (flóttaleið).
Milliveggir milli brunahólfa eru REI60/REI90 og eru þeir 15sm þykkir og steinsteyptir. Veggir/loft í tæknirými eru steinsteyptir. Veggir snyrtingar rýmis 0101 eru léttir. Veggir umhverfis snyrtingar og kaffistofu á 2. hæðinni eru úr timbur-/blikkstoðum og klæddir beggja vegna með gipsplötum (blautgips komi í öll blautrými) og gengur veggurinn upp að steyptu gólfi í geymsluhillum.
Steyptir veggir að innanverðu eru rykbundnir en léttir veggir eru spartslaðir og málaðir. Geymsluhillur hafa eingöngu aðkomu frá timbursstiga (föst aðkoma) - gólf þeirra er steinsteypt og er hluti af burðarkerfi hússins. Gólfplata geymsluhillu er stálstrokin og rykbundin.
Brunaviðvörunarkerfi kemur í allt húsið (skynjarar koma í hvert rými hússins nema í snyrtingar á 1. hæð þ.e rými 0102 til og með 0108) og er stjórnstöð þess í tæknirými á 1. hæð - kerfið er tengt viðurkenndri vaktstöð. Húsið er hitað upp með gólfhitakerfi þ.e ísteyptar plastlagnir.
Stofnlagnir fyrir heitt vatn (álpex lagnir - heitt neysluvatn og gólfhita) koma í steypta plötu 1. og 2. hæðar og að deilikistum rýma. Stofnlagnir fyrir kalt neysluvatn (álpex lagnir) eru staðsettar undir einangrun gólfs 1. hæðar. Stofnlagnir koma í einangrunarádrag. Neysluvatnslagnir eru álpex lagnir er koma í steypt gólf - lagnir koma í einangrunarádrag. Gólfhitakerfi (20mm Pexrör) er í öllum rýmum (nema tæknirými) og eru lagnir staðsettar í gólfsteypu. Stýring gólfhita er gerð með hitanemum og mótorlokum sem staðsettir eru við deilikistur rýma. Framrás heits neysluvatns frá inntaki skal lámörkuð við 60°C og hitastýrð blöndunartæki eða hitastýrðir blöndunarlokar settir við alla töppunarstaði.
Í öll blautrými komi gólfniðurföll (GN - geymslusvæði, vinnslusali, snyrtingar og tæknirými).
Ein hitaveitugrind/aflestrarmælir er fyrir allt húsið og er staðsetning mæla í sameiginlegu tæknirými.
Aðaltafla rafmagns og aflestrarmæla er staðsett í sameiginlegu tæknirými en greinitöflur koma í hvert sérrými, lýsing utanhúss kemur á sérmælir sem er staðsettur í sameiginlegu tæknirými.
Loftræsing er almennt gerð í gegnum opnanlega glugga en vélknúin fyrir lokuð rými - loft sogað frá lokuðum rýmum og blásið út um veggristar en útloft tekið inn um opnanlega glugga.
Sorp er losað í sorpgáma sem síðan er flutt á viðurkenndan móttökustað fyrir úrgang.
Niðurföll frá bilum á efri hæð liggja niður í gegnum bil neðra hæða á bak við inngangsdyr og eru þar klædd af (sjá aðaluppdrætti).
Snjógildrur koma á þak hússins.
Innkeyrslukvaðir eru settar á lóð 1. hæðar (sjá grunnmynd) vegna aðkomu að rými 0101 svo og innrými á 1. hæðar þ.e fyrir lagnaleiðir frá 2. hæð.
Bilin eru afhent fullbúin m.v. byggingarlýsingu og úttektarhæf til lokaúttektar.
Mikilvægt er að engar byggingarleyfissyldar framkvæmdir eigi sér stað á bilunum frá afhendingu þeirra fram yfir lokaúttekt byggingarfulltrúa án samþykkis byggingarstjóra og iðnmeistara.
Lágmarks lýsing er í biliunum ásamt raflögnum, gert er ráð fyrir að frekari raflagnir verði utanáliggjandi og settar upp og kostaðar af kaupendum. (sjá rafmagnsteikningar).
Kaffistofa bila á efri hæð er með lítilli innréttingu og snyrting verður frágegnin með rykbundnu gólfi. Gólf í millilofti á efri hæð er steinsteypt og rykbundið (.ath. ekki gólfhiti í gólfi millilofta).
Afhending er áætluð í júní 2019.

1. hæð - Íbúð 201

435fm2